Í októberlok

Jæja nú skrifa ég hér smá færslu í októberlok. Ég hef verið haldin smá ritstíflu, ég veit ekki alveg af hverju. Í síðustu viku var ég eitthvað „under the weather“ ef hægt er að segja svo, ég fékk einhverja skrampans magapest sem ég hef verið að hrista af mér það sem af er vikunnar. Ég dreif mig þó í síðustu viku í stöðumat hjá Hjartavernd og í dag fór ég að fá niðurstöðurnar. Ég gekk hálf efnis um góðar fréttir en það er eins og vanalega „ég er lélegur sjúklingur“ þ.e. það er ekkert að mér! Ég fékk auðvitað að vita að ég mætti grenna mig en ég vissi það nú fyrir en góðu fréttirnar eru þær að ég er með mjög háan stuðul í góðu kólestreóli, var spurð hvort ég lifði bara á fiski. En ég er greinilega á réttri leið með næringuna og þess má geta að það eru 0,2% líkur á að ég fá kransæðastíflu á næstu 10 árum (meðaltalið er 0.3%). Ég var því miklu léttari þegar ég gekk út frá lækninum en inn 🙂 Nú styttist hins vegar ískyggilega í ferðina okkar Helgu Lottu en við förum ekki á morgun heldur hinn. Við erum bara nokkuð spenntar og hlakkar til að fara að hlusta á ameríska fyrirlestra um leikskólauppeldi. Ég á jafnvel ekki von á að ég setji inn færslur meðan ég er úti en það kemur í ljós. En núna í þessum töluðu orðum þarf ég að fara að ganga frá þvotti og aðeins að fara að hugsa um hvað ég á að taka með mér. Núna er 14-16° hiti þar sem við erum að fara, vonandi helst hann bara 😉

1 ummæli

  1. Kristján

    Hvað… er Edda hætt að setja inn ummæli? 🙂