Annar dagur á ráðstefnunni

Það er nú margt skrítið í tilverunni, eins og að þeir tveir fyrirlestrar sem við völdum um hegðun barna voru annað hvort aflýstir eða það var svo fullt að ekki var pláss fyrir okkur. Þannig atvikaðist það að við fórum í nokkra tónlistarfyrirlestra. Þar af þrír þennan daginn og einn af þeim var hjá vinum okkar í Music Together. Þrátt fyrir að hafa farið á alla þessa fyrirlestra þá voru þeir eins ólíkir eins og þeir voru margir. Þó svo að þeir séu tónlistartengdir þá fjölluðu þeir um hvernig börn læra frá því þau koma úr móðurkviði og áfram út barnæskuna. Það skemmtilega við þessa fyrirlestra er þó að þátttaka er mikil, sungið og dansað og vorum við jafnvel teknar upp til að taka þátt með kennaranum. Við kíktum líka á sýninguna og sáum margt áhugavert og skemmtilegt og ýmsa öðruvísi karaktera. Eftir að hafa eytt mestum hluta dagsins í ráðstefnuhúsinu fórum við að kanna umhverfið og stunda pínu viðskipti 😉

   
    
    
 

2 thoughts on “Annar dagur á ráðstefnunni

Comments are closed.