Föstudagur að kveldi kominn

Jarðaber í körfu á Miðbrautinni

Þarna má sjá jarðaberin mín öll að drífa sig að vaxa í sólinni, jibbí. :p
Unga parið á heimilinu, Edda og Gummi, eru að fara í smá ferðalag og ætla að hafa með sér tjald. Því var „kafað“ lengst inn í geymslu, það þarf svo sannarlega að kafa inn í geymsluna hér á Miðbrautinni því hún er undir stiga. Eftir að hafa fundið fram tjald og svefnpoka, var hafist handa við að tjalda. Byggingarverkfræðineminn Edda var fremst í flokki og var fljót að finna út hvernig ætti að gera þetta. Leikskólakennarinn mamma hennar fattaði nú samt hvernig átti að leggja lokahönd á verkið. Hér má sjá myndir af herlegheitunum.

Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 1 Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 2
Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 3 Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 4
Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 5 Edda og Þorvaldur að tjalda - mynd 6

Eftir að hafa lokið þessu, eldað og borðað héldum við hjónin í Kópavoginn til mömmu og pabba. Við ætluðum nefnilega að fá lánaðar sláttugræjur hjá gamla, hann á svo rosalegar góðar græjur sem við fáum stundum afnot af. Þegar heim var komið sló Þorvaldur en ég þreif híbýlinn, það veitti ekki af svo vægt sé til orða tekið. Nú er í raun kominn laugardagur, komið fram yfir miðnætti og allt orðið spikk og span. Á morgun og sunnudag ætlar tengdamamma að vera hjá okkur og vonandi verður gott veður svo að við getum bara verið úti. 😉

4 thoughts on “Föstudagur að kveldi kominn

  1. Vá ein stöng sem heldur þessu líka hjúmongos fortjaldi

Comments are closed.