Litchfield Park Phoenix

Eftir að hafa rætt málin, vingast við hundana þeirra þrjá og borðað góða máltíð í gærkvöldi fórum við að sofa eftir langan dag. Við vöknuðum snemma og héldum áfram að ræða málin við þau heiðurshjón Ásgeir og Karin. Við vorum svo boðin út að borða í hádeginu á grískan stað, Greek Gyro og fengum þar alveg yndælis máltíð. Eftir það fór Ásgeir með okkur inn í Phoenix nánar tiltekið til Old Scottsdale þar sem við eyddum tímanum í að skoða okkur um, stunda smá viðskipti og bara hafa gaman. Eftir þetta keyrðum við heim og bara nutum félagskapsins áfram. Á morgun kveðjum við svo fjölskylduna með von um að það verði styttri tími þar til við hittumst næst og ætlum að keyra til San Diegó 😉

20131015-225732.jpg

20131015-225749.jpg

20131015-225810.jpg

20131015-225830.jpg

20131015-225846.jpg

4 ummæli

 1. Kristján

  Hvað borðaði gamli á grískum stað? 🙂

 2. Þorvaldur

  GYRO samloku og þótti hún bara góð★

 3. Edda Sif

  Gaman að sjá myndir 🙂

 4. Guðrún Sigurðardóttir

  Halló,halló bestu kveðjur frá okkur á Minna-Mosfelli.
  Gaman að lesa og skoða myndir frá þessari miklu ferð ykkar mín kæru. Gangi ykkur vel áfram!