San Francisco

 Seinni ferðadagurinn til San Francisco gekk vel þrátt fyrir snjó og hálku. Við hófum ferðina frá Best Western hótelinu í fjöllunum, við vorum aðeins að dunda í tölvunni og lögðum ekki á stað fyrr en kl. 11. Við ókum framhjá hinum þekkta stað Lake Tahoe og þar var allt á kafi í snjó og síðan héldum við í gegnum Carson skarð og þar leist okkur ekki á blikuna, við á sumardekkjum og snjóruðningstæki að störfum og krafa um að vera á keðjum eða með fjórhjóladrif. Ferðalagið gekk þó stórslysalaust og tveimur tímum síðar vorum við farin að keyra gegnum iðagræn vínræktarhéruð. Við tékkuðum okkur svo inn á Days Inn hótelið í San Bruno um kl.17. Undir kvöldmat skruppum við aðeins og kíktum í búðir og fengum okkur kvöldverð. Deginum í dag höfum við eytt í að ganga og keyra um miðborg San Francisco, meðal annars hið fræga Lombard stræti og ókum svo yfir Bay Bridge með viðkomu í Napadalnum. Eldsnemma í fyrramálið þurfum við að skila bílnum því við eigum flug til Seattle um kl. 10 😉

7 ummæli

 1. Edda Sif

  Hver er þessi Aron?

 2. Kristján Þorvaldsson

  Gaman að sjá myndirnar. Fyrri hluti þeirraer janfvel á pari við Ísland í dag… alla vega 5-10 gráðu frost hérna í morgun.

  Keyrðuð þið niður Lombard stræti eða var nóg að labba upp og niður?

 3. Gróa

  Æi þetta átti að vera Amor, breyti því í snatri 😉

 4. Gróa

  Við bæði keyrðum, reyndar pabbi þinn tvisvar og gengum upp strætið tvær húsaraðir fyrir neðan 🙂

 5. Helena Sif

  Myndirnar eru nú svipaðar og frá ferðinni okkar Kristjáns. Gaman að sjá þetta þegar maður hefur verið þarna sjálfur 🙂 Reyndar sluppum við alveg við þennan snjó! Gott að þið hafið komist heil á húfi.

 6. solfrid

  góða ferð heim….

 7. Gróa

  Takk fyrir það Sólfríð en ég fer ekki heim fyrr en á mánudag 😉