Skemmtileg helgi

Nú er þessi skemmtilega helgi búin og komin ný vinnuvika. Ég hef nú ekki verið neitt sérlega dugleg að skrifa færslur hérna, það er eitthvað búið að vera svo mikið að gera eða þannig 🙂 Enn hérna koma smá fréttir af okkur. Við hjónin eyddum helginni á Laugarvatni ásamt skólasystkinum Þorvaldar og mökum þeirra í 30 ára endurfundunum. Við mættum á föstudaginn um kl. 20 og voru þá þó nokkrir mættir á svæðið, hressir að vanda. Helgin leið svo með fjöri, sögum, dansi m.a. magadansi sem ég stjórnaði aðeins, blak, yatzy, góðum mat og drykk og svo var auðvitað farið í heita pottinn. Var þetta hin besta skemmtun og vil ég fyrir hönd okkar hjóna þakka öllum sem sáu sér fært að mæta fyrir frábæra skemmtun og samveru 😉 Þorvaldur er svo á leið til Noregs í fyrramálið og hittir hann Kristján í flugstöðinni en hann kemur heim frá NY í fyrramálið, svo styttist nú óðum í ferðina hjá Eddu og Gumma en þau fara til Mexikó eftir tæpan mánuð. Þannig að það er nú bara ég eina manneskjan á heimilinu sem ekki er á faraldsfæti 🙁 Það lagast kannski bara í sumar, því ég er að reyna að skipuleggja ferð með mínum eina sanna ef hann getur farið í frí á sama tíma og ég… Jæja ég læt þessu lokið í bili, set kannski bara nokkrar myndir inn af 30 ára endurfundunum á næstunni 😉