Cozumel Mexico

Nú höfum við stigið um borð í síðasta skipti og misstum því ekki af bátnum þannig að við ættum að komast heilu og höldnu til Miami á sunnudagsmorgunin. Við fórum á sýningu hjá innfæddum í dag, ótrúlega skemmtileg skrautsýning með tónlist og mexikóskum búningum. Pabbi var tekinn upp til að dansa við eina senjórítuna í sýningunni og stóð hann sig með stakri príði. Eftir sýninguna skoðuðum við mexikóska minjagripi og mín keypti sér poncho og sombreró, setjum kannski myndir af því við tækifæri. Á morgun verðum við bara á sjó og ferðin styttist óðum.

2 thoughts on “Cozumel Mexico

  1. Og styttist óðum í að Eddieman komi út með Gummibear og Kristján með sér jeyyyyyyy ógeðslega gaman ;o)
    Hey mamma ég prófaði að fara í tíma í Laugum í dag sem heitir föstudagsfjör. Hann var mjög fínn, það var aðallega afró-spor og salsa og tónlist í stíl við það…e-ð sem þú myndir fíla í botn. Mér finnst nú samt laugardagsfjörið skemmtilegra og ætla ég að fara í það í fyrramálið.

  2. Go Edda go… góð í ræktinni, ég prófa föstudagsfjör með þér þegar við komum heim 🙂 hlakka til að þið komið öll sömul hingað í land ameríkananna.

Comments are closed.