Dagurinn í dag

Jæja nú erum við komin aftur á “Freedom of the Seas” eftir að hafa hrist af okkur ágenga jamæska sölumenn og leigubílstjóra sem ólmir vildu keyra okkur hvert sem er. Við héldum á tímabili að þeir ætluðu að slást um að þjónusta okkur en við ákváðum að láta þá bara eiga sig 😉 Við keyptum hawaiskyrtur, listaverk og eitthvað meira og prúttuðum jafnvel verðið niður, hér á Jamaica eru þeir í baráttu um túristana eins og á Haiti. Okkur fannst nú komið nóg, svo að við héldum bara til skips og fórum upp á Windjammer að næra okkur smávegis. Þar fengum við sæti við glugga og gátum setið og horft á umhverfið frá 11 dekki á skipinu. Við horfðum í gær á einhvern þátt í sjónvarpinu hér, þar sem sagt var frá eldhúsinu hér á skipinu. Þar kom fram að það er 140 tonn af mat notaður í ferðinni og í hvern kvöldmat í matsalnum þar sem þjónað er til borðs eru notaðir 10000 diskar og ekki vildi ég vaska upp fyrir fæðinu mínu hér 🙁 Og meira af einskis nýtum fróðleik svona til gamans, þá er Freedom 160000 tonn, fer á 21.6 hnúta hraða og er með 15 hæðir. Við erum á þeirri sjöttu með svalir sem virðast einhvern veginn alltaf snúa í rétta átt eða að höfninni og að landi þannig að við sitjum bara á svölunum og fylgjumst með þegar skipið siglir að og frá landi. Meðfylgjandi eru myndir af þessu fallega og tilkomumikla skipi 🙂 Næst þegar koma fréttir af okkur þá verðum við í banka paradísinni Cayman eyjum, þar til þá au revoir….

Afmælisbarnið með kökuna Þau gömlu á ströndinni

Matur Þrjú frækin í Ocho Rios

Tobbi og 
Gróa á Labadee

Tobbi við Freedom Freedom of the Seas

2 thoughts on “Dagurinn í dag

  1. Gaman að fylgjast með ykkur. Já, ég man einmitt ansi harða sölumennsku í Ocho Rios bæði í gullbúðunum og ekki sýður á markaðnum. Var að athuga hvort það væru ekki myndir af ykkur yngri hjónum að klifra í Dunn River Falls! Allt gott að frétta. Kveðjur úr rigningunni í Mosfellsdalnum

  2. Hæ hæ

    Gaman að fylgjast með ykkur. Hlökkum til að koma að skoða myndir og fá góð ráð fyrir okkar siglingu:)

    Kv Sigga og Ingó

Comments are closed.