Siglingin hafin

Nú koma loksins fréttir af okkur 🙂 Við lentum í smá ævintýri, við þurfum alltaf að hafa smá spennu í hlutunum svona þegar við erum stödd í útlöndum. Við vorum að krúsa um internetið í leit að upplýsingum, þegar tölvan okkar gaf upp öndina. Við vorum þá stödd á hótelinu í Miami síðasta kvöldið fyrir siglinguna og gátum því ekkert bloggað eða haft samband heim nema þá bara að nota símann 🙁 Við fórum því um morguninn á siglingardaginn í Best Buy og þeir mældu fyrir okkur straumbreytinn, sem reyndist vera ónýtur. Við keyptum því nýjan og nú verður hægt að segja ykkur skemmtilegar ferðasögur 😉 Við erum núna stödd einhvern staðar út á ballarhafi, 17 mílur frá Kúbu var sagt í kallkerfið á skipinu rétt áðan og erum við á leið til Haiti en þar munum við fara í land á morgun. Það gekk vel að skila bílnum við flugvöllinn og þaðan tókum við rútu að höfninni á vegum bílaleigunnar. Það gekk líka afskaplega vel að tékka okkur inn á skipið og eftir að hafa fengið Sea Pass sem eru skilríki okkar hér á skipinu kíktum við á herbergin. Herbergi afmælisbarnsins er eins og svíta en okkar er aðeins minna 🙁 Við fórum að því loknu upp á Windjammer til að fá okkur eitthvað í gogginn. Í millitíðinni keyptum við okkur inn í gossamfélagið á skipinu og duttum bara í gosið…. Gærkveldið var fínt og við með útsýni yfir hafið á besta stað í skipinu vil ég fullyrða við kvöldverðarborðið. Það var flott að sitja og fylgjast með Miami fjarlægast okkur á meðan við borðuðum þriggja rétta máltíð. Í morgun vöknuðum við hjónin svo snemma og drifum okkur í ræktina, já í ræktina og hömuðust á hinum ýmsu tækjum og tólum. Síðan var farið í sturtu og svo í morgunmat, sem var að hollari taginu, við erum nefnilega hætt í Atkins kúrnum og komin í hollustuna. Eftir það skoðuðum við hluta af skipinu og ætlum að lokum að slappa af og sóla okkur á svölunum okkar 🙂 Þess má geta að í morgun var bankað upp á hjá afmælisbarninu og honum færður blómvöndur frá starfsfólki Danska Sendiráðsins (sjá mynd). Við höfðum stuttu áður mætt á staðinn og sungið fyrir hann afmælissönginn 😉

Afmælisbarnið

7 thoughts on “Siglingin hafin

  1. Komið þið öll sæl og blessuð.Ég vil endileg óska
    afmælisbarninu til hamingju með afmælið.
    Vona að þið hafið það sem best.Knús og kossar til
    Stjána frá mér og ykkar allra.Bestu kveðjur.
    Katrin Groa Jóhannsdóttir.

  2. Kæra afmælisbarn! Til hamingju með daginn.
    Frábært að sjá þig umvafinn rósum. Þetta er algjört æði hjá ykkur.
    Við biðjum að heilsa ykkur öllum. Edda! Ég segi þeim í sundinu frá því hvað það er gaman að fylgjast með ykkur í beinni.

    Kveðja af klakanum.
    Erla.

  3. Elsku hjartans Stjáni minn til hamingju meða daginn, það er alveg draumur að fá að vera með ykkur í þessari ferð hlakka altaf til að fá nýjar fréttir.
    Bið að heilsa ykkur öllu
    Afmæliskveðja úr Kópavoginum

  4. Til hamingju með gærdaginn Kristján!

    Ég sé að þið eruð á Kúbu slóðum, og nú skilst mér að það sé bara mínútuspursmál hvenær Þorvaldur getur bara stigið á land og tekið við völdum af Castro sem hefur greinilega frétt af ykkur og ákveðið að láta af gefast loksins upp.

    Nú er bara spurning hvað ætti að skýra eyjuna….Eyja Rauðagerðisættarinnar eða the Island of the redyardfamily…já þetta er spurning.

    kk, Hanna Lilja og lasarusarnir

  5. Sæl öll sömul. Kristján til hamingju með afmælið. Já nú byrjar fjörið siglingin þetta verður æðislegt það er svo gaman að vera út á sjó. Það er nú eins gott Gróa að þú komist í ræktina mér skilst á stelpunum að þær eru aldeilis að taka á því á meðan þú ert í burtu. Þær svitna nú bara í vinnuni við að tala um það hvað þetta eru mikil átök. Sólar kveðja Steina, Valdi og Bjössi

  6. Sæl og blessuð Gróa og fjölskylda. Til hamingju með pabba þinn. Gaman að geta fylgst með ykkur í þessari fínu siglingu í sól og hita, og öfunda pínu. 🙂 Njótið bara í botn því hér er farið að snjóa eina ferðina enn. 🙁 Kveðja Setta Blomm.

  7. Sæl öll sömul.
    Til hamingju með pabba þinn. Alltaf gaman að fylgjast með ykkur, og Eddu sem er að farast úr spenningi. Allt gott hjá okkur rigning og ofsa gaman.
    Hafið það gott og njótið ykkar í þessu fríi.
    Kveðja Silla

Comments are closed.