Legið í leti

Dagurinn var notaður til að liggja bara í leti og ég afrekaði að klára bókina eftir hana Yrsu fyrrum skólasystur mína „Þriðja táknið“. Ég get alveg mælt eindregið með þessari bók, spennandi og með góðan húmor. Jæja ég lá nú kannski ekki alveg í leti, fór í bankann, Hagkaup og Ikea. Ég bakaði bæði hollt og gott brauð og svo bananabrauð kannski ekki alveg eins holt en mjög gott. Holla brauðið er eftir uppskrift frá honum Bubba sem ég fékk að láni þegar Vala Matt á stöð 2 heimsótti hann og eldaði með honum. 🙂 Bananabrauðið er eftir uppskrift sem hann sonur minn fann og færði mömmu sinni. Hann er yfirleitt sá sem fær mig til að baka brauðið, þannig að það er fínt að hann útvegaði uppskriftina eða þannig. Það er þó nokkuð um bakstur í fjölskyldunni þessa dagana, því Þorvaldur kom heim með kleinuhringjajárn í gær (fæst að sjálfsögðu í Elkó). Í gærkvöldi gerði hann svo tilraun og bakaði kleinuhringi fyrir okkur hin. Þeir voru bara ansi góðir og nú hefst örugglega mikill tilraunatími í eldhúsinu hjá okkur.
Nú tekur bara við meiri rólegheit og leti, ætti kannski frekar að fara út og ganga af mér kleinuhringi og bananabrauð en ég held ég finni kannski bara einhverja aðra spennandi sögu eða held áfram að grufla í leyndarmálinu. 😉