Nú er komið að því 😉

Ökuferðin til Fort Lauderdale gekk mjög vel, við ókum eftir Florida Turnpike sem kallast líka Ronald Reagan. Við tékkuðum okkur inn á Universal Palms hótel og endurröðuðum í töskur og settum það sem við þurfum að nota fyrst á skipinu í sér tösku 😘 Síðan kíktum við á sundlaugina sem er mjög flott en ísköld, sumir létu sig samt hafa það og syntu og busluðu 😉 Eftir góðan kvöldmat á Chili’s fóru sumir að sofa en aðrir kíktu á einhverja þætti 😍 Nú er komið að því að tékka sig út keyra og skoða Miami og svo er það bara Serenade of the Seas og ævintýrin ⚓️🚢🍸🌞

2 ummæli

  1. Kristján Þorvaldsson

    Hvað borðar fólk á Chili’s nú til dags? 🙂 E-ð spennandi?

  2. Edda Sif

    Geðveikt góða sirloin með hvítlaukssmjöri ofan á