Föstudagur í St. Maarten / Martin

Í morgun um kl. 8 héldum við í leikhúsið þar sem að safnast var saman fyrir skoðunarferð dagsins. Við ætluðum að fara í fiðrildabúgarð og fleira. Við ókum í rútu yfir á franska hluta eyjunnar en hún skiptist í franskt og hollenskt yfirráðasvæði. Það var mjög gaman að skoða fiðrildin sem voru alveg frá lirfum í púpum yfir í alla vega lit fiðrildi. Gróa Mjöll fékk eitt stórt á höfuðið og það sat þar lengi og var svo fært aftan á bakið á henni og leit þá út eins og vængir, sjá myndir. Eftir að hafa eytt tíma þarna var förinni heitið áfram til Margot sem er stærsti bær franska hlutans og fengum við tíma til að sinna smá viðskiptum. Etir það héldum við aftur yfir í hollenska hlutann nánar til tekið í höfuðstaðinn Philipsburg þar sem skipið okkar Serenade of the Seas lá við bryggju. Við kíktum aðeins í búðir og fengum hlekkinn okkar í armbandið sem við erum búnar að vera safna á í Diamonds International. Við tókum síðan Water Taxi yfir á bryggjuna þar sem skipið var. Haldið var upp á Windjammer að fá sér í gogginn eftir 5 tíma í landi og voru allir mjög svangir. Nú er bara afslöppunartími og tími til að setja inn færslu og myndir áður en kvöldmatur og skemmtun í leikhúsinu hefjast. Nú eru tveir heilir dagar um borð í skipinu áður en við förum endanlega í land. Sá tími verður notaður til að fara í ræktina, hvíla sig og njóta sólarinnar 😉

2 thoughts on “Föstudagur í St. Maarten / Martin

  1. Vá hvað það hefur verið gaman að skoða öll þessi fallegu fiðrildi með fiðrildinu henni Gróu Mjöll haha

Comments are closed.